Um okkur

Balún var stofnað árið 2020 með það markmið að bjóða upp á vandaðar vörur fyrir ýmis tilefni – svo sem veislur, fermingar, brúðkaup og aðrar hátíðlegar stundir. Balún er rekið af mæðgum sem hafa lengi haft brennandi áhuga á fallegum skreytingum og sáu skort á einum stað þar sem hægt væri að finna allt sem til þarf.

Gæði og persónuleg þjónusta eru okkur hjartans mál, og leggjum við ríka áherslu á að hlusta á óskir og ábendingar viðskiptavina. Við bjóðum einnig upp á að sjá um skreytingar og uppsetningu eftir þínum óskum.

Hafðu samband í síma 869 6975 eða með tölvupósti á balun@balun.is– við gerum veisluna þína ógleymanlega.